viðtöl - INNlit í vinnustofur

Hér fyrir neðan geturðu fundið viðtöl við myndlistarmenn í vinnustofum sínum.

 

kristín helga ríkharðsdóttir
rúnar örn marinósson

Við heimsækjum Kristínu Helgu og Rúnar Örn á sameiginlegri vinnustofu þeirra við Hólmaslóð. Þau, með gleði sinni og kímni, segja okkur frá samlífinu á vinnustofunni, skýra frá bestu hugmyndum sínum og reyna að svara spurningunni hvað er myndlist?


Ásdís Sif Gunnarsdóttir

Við heimsækjum Ásdísi á vinnustofu hennar og jafnframt heimili í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir okkur frá unun sinni á ferðalögum og nýjum upplifunum sem fylgja því að vera myndilstarmaður.


Viktor Pétur Hannesson

Viktor Pétur Hannesson var heimsóttur á vinnustofu sína við Lækjarbotna. Hann segir okkur frá nýrri aðferð sem hann uppgötvaði í plöntu grafík þar sem hann pressar íslenskar jurtir með hitapressu svo úr verða óvænt og falleg listaverk. 


Auður Lóa Guðnadóttur
Starkaður Sigurðarson

Við heimsækjum Auði Lóu og Starkað á vinnustofur þeirra í Háaleiti. Þau eru ólíkir listamenn sem deila vinnustofu en eru jafnframt par, þau segja frá sér og hvoru öðru, listinni og lífinu.

Myndband: Katrín Helena Jónsdóttir Tónlist: Katrín Helena Jónsdóttir og Marteinn Sindri Jónsson


 
 

Fritz hendrik berndsen

Við heimsóttum Fritz á vinnustofu hans sem er staðsett í sérinnréttuðum kjallara á heimili hans við Laufásveg í Reykjavík. Fritz er ungur og upprennandi listamaður sem hefur skýra hugmynd um eigin fagurfræði og sköpun myndlistar.

Myndband: Katrín Helena Jónsdóttir
Tónlist: Marteinn Sindri Jónsson
© Dagur myndlistar 2017


Freyja Eilíf

Heimsókn til Freyju Eilífar á vinnustofu hennar og heimili við Bergstaðarstræti. Freyja stofnaði og rekur gallerýið Ekkisens og segir okkur frá starfseminni, eigin listsköpun og misheppnuðustu sýningaropnun sem hún hefur upplifað.

Myndband: Katrín Helena Jónsdóttir
Tónlist: Marteinn Sindri Jónsson
© Dagur myndlistar 2017


Unnar örn J. auðarsson

Við heimsækjum Unnar Örn á vinnustofu hans við Seljaveg í Reykjavík.
Unnar segir frá starfsferli sínum og hugsunum um myndlist.

Myndband: Katrín Helena Jónsdóttir
Tónlist: Marteinn Sindri Jónsson
© Dagur myndlistar 2017


UnA SIGURÐARDÓTTIR

Heimsókn til Unu Sigurðardóttur í Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði. Una er ein af stofnendum Sköpunarmiðstöðvarinnar sem hefur heldur betur sett svip sinn á lífið í litlu sjávarþorpi.

Myndband: Katrín Helena Jónsdóttir
Tónlist: Marteinn Sindri Jónsson
© Dagur myndlistar 2017