VIÐBURÐIR 2018

Dagskrá Mánaðar Myndlistar er síbreytileg en hér fyrir neðan má sjá þá fjölbreyttu viðburði sem verða í boði yfir mánuðinn. Viðburðirnir eru öllum opnir, jafn myndlistarmönnum og öðrum sem hafa áhuga á faginu.

 
 
 
kynningarmynd.png

Verk í vinnslu

Hópur ungs myndlistafólks mun dvelja í sýningarsal Gerðubergs og vinna að myndlist sinni í októbermánuði. Myndlist er fjölbreytt starf, þáttakendur verkefnisins eiga hver sína vinnuaðferð og eru sem stendur á ólíkum stað í eigin ferli. Gestum og gangandi er velkomið að heimsækja vinnurýmið og eiga samtal við hópinn um myndlist og líf myndlistamannsins. Hugmyndin er að stofna til samtals milli samfélagsins og nokkura grasrótarlistarmanna, máta ferli listamannsins innan almenningsrýmis og veita ungu listafólki tækifæri til móta list sína í sameiginlegu rými.

 

 
korpo.jpg

Torg, 4. - 6. október

Mánuður Myndlistar heldur í fyrsta sinn í ár listamessu í Reykjavík, Torg helgina 4. - 6. október 2019. Torgið verður á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum og opið fyrir alla að kíkja á myndlistarmenn og verk þeirra laugardag og sunnudag frá klukkan 13:00 - 18:00.
Frekari upplýsingar um Torg má finna hér.

 

 
STARA.png

Útgáfa störu, 28. október 2018

Stara, tímarit myndlistarmanna kemur út með pompi og prakti í lok október. Nýr ristjóri, Starkaður Sigurðarson og ritstjórn hans hafa tekið sig til og endurskoðað útlit sem og innihald tímaritsins með það að markmiði að gera ritið að sterkari vettvangi fyrir skrif um myndlist. Markmiðið er jafnframt að gera tímaritið að eftirsóknarverðum grip sem gaman er að eiga og safna.

 

 
IMG_3915.JPG

Opin vinnustofa 2018

Opin vinnustofa verður hjá Brynhildi Þorgeirsdóttur myndhöggvara helgina 13 og 14 oktober, frá klukkan 13 til 18.  Vinnustofan er á Bakkastöðum 113, sem er í nokkra mínutu fjarlægð frá Korpúlfsstöðum. 

Inngangur að vinnustofunni er sjávarmegin og gengið er niður malarstíginn sem liggur meðfram húsinu.

Allir velkomnir.