torg-3 (002).jpg
 


um torg

Mánuður myndlistar heldur í annað sinn í ár listamessu í Reykjavík, TORG. Torgið verður á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum dagana 4. - 6. október og stendur öllum til boða að taka þátt.

Torg er hugsað fyrir listamenn til þess að kynna myndlist sína og selja hana. Ætlunin er jafnframt að veita áhugafólki um íslenska myndlist tækifæri til að fjárfesta í myndlist í beinum samskiptum og samtali við myndlistarmanninn.Allir eru hjartanlega velkomnir að koma og skoða íslenska myndlist, hitta myndlistarmenn og fjárfesta í myndlistarverki ef áhugi er fyrir hendi. Samband Íslenskra Myndlistarmanna mun bjóða uppá greiðslusamninga sem gera kaupanda kleift að greiða listaverk með raðgreiðslum án vaxta mánaðarlega í allt að 36 mánuði. Slíkur samningur er einungis gerður með samþykki myndlistarmanns en verk sem er selt á þennan hátt má ekki kosta meira en 500.000 krónur.

Við hvetjum alla til að mæta og skoða Torg, fyrstu listamessuna í Reykjavík!

 

 

Dagskrá Torgs 2019

 • Föstudagur 4. október, opnun kl. 18:00

 • Opið laugardag 5. október frá kl.12:00 - 20:00 og sunnudag 6. október
  frá 12:00 – 19:00.

 • TORG Listamessa:
  Sölu og kynningarvettvangur fyrir myndlistarmenn,
  allir velkomnir að skoða, spjalla um og jafnvel festa kaup
  á myndlist. Kaffisala á staðnum.


 

Skráning myndlistarmanna

Fyrirhugað er að bjóða listamönnum að leigja þar til gerða sýningarbása, básarnir eru samansettir úr hvítum þiljum, hvert þil er 1 meter á breidd sinnum 2,30 metrar á hæð.

 
Sölubásarnir eru hugsaðir fyrir einstaklinga eða hópa.
 
Ef þú telur þörf á mun SÍM bjóða upp á greiðslusamninga við kaup á listaverki sem gera kaupanda kleift að greiða listaverk upp með jöfnum mánaðargreiðslum og án vaxta í mest 36 mánuði, samningurinn má ekki vera gerður fyrir hærri upphæð en 500.000 kr. Með þessum hætti aukast möguleikar á viðskiptum milli listamanna og kaupanda.