mánuður myndlistar 2019 1.- 31.október

Samband Íslenskra myndlistarmanna stendur fyrir verkefninu en Katrín Helena Jónsdóttir er verkefnastjóri.

Mánuður Myndlistar er vettvangur til að kynna starf myndlistarmanna fyrir almenningi,  gera fagið aðgengilegra öllum ásamt því að auka umræðu um myndlist og myndlistarmenn.

 
 
 

Þá er komið að því, Mánuður Myndlistar 2019 er genginn í garð!

Ein stærsta viðbótin við Mánuð Myndlistar er TORG, Listamessa í Reykjavík en hún verður haldin fyrstu helgina í október og er öllum opin sem sölu- og kynningarvettvangur myndlistarmanna. Þú getur lesið allt um Torg hér.

Fastir liðir eru að sjálfsögðu skólakynningarnar en í ár munu ríflega 30 grunn- og framhaldsskólar á Reykjavíkursvæðinu fá kynningu listamanns til sín þeim að kostnaðarlausu. Skólakynningarnar eru mikilvægur hluti af dagskrá Mánaðar Myndlistar þar sem að börn og ungmenni fá tækifæri til að kynnast listamönnum og störfum þeirra og vonandi opnast einhver augu fyrir skapandi framtíðarstarfi, að minnsta kosti eykst skilningur á faginu og starfsstéttinni.

Við hvetjum þig til að fylgjast með dagskránni í ár og taka virkan þátt í þeim viðburðum sem þér þykja spennandi.

Gleðilegan Mánuð Myndlistar!

VallÝ Einarsdóttir, verkefnastjóri Mánaðar Myndlistar 2019.