skólakynningar

Einn stærsti liður Mánaðar Myndlistar er að bjóða grunn- og framhaldsskólum víðs vegar um landið upp á skólakynningar. Þá heimsækja myndlistarmenn skólana og kynna starf sitt, starsferil og verkefni. Með þessum hætti er von um að vekja athygli barna og ungmenna á tilurð myndlistar í íslenskri menningu og sömuleiðis að opna augu þeirra fyrir möguleikum á skapandi framtíðarstarfi. Skólakynningarnar hafa verið vel sóttar og fjöldi skóla sækir um, verkefnið reynir eftir fremstu getu að bjóða öllum upp á kynningu sama hvar skólar eru staðsettir um landið.

 
 

Skráning listamanna til þátttöku

Hér fyrir neðan geta listamenn skráð sig til þátttöku við skólakynningar, skráning opnar alla jafna í ágúst hvert ár og stendur til upphafs septembers. Listamenn fá greitt fyrir kynningarnar.

 

skráning skóla til þátttöku

Hér fyrir neðan geta skólar skráð sig til þátttöku við skólakynningar, skráning opnar alla jafna í ágúst hvert ár og stendur til upphafs septembers. Skólar þurfa ekki að greiða kostnað fyrir kynninguna

 

Tékklistar

Hér gefur að líta tékklista sem skólar og listamenn geta stuðst við þegar skólakynning er undirbúin. Þar kemur fram til hvers er ætlast af bæði listamanni og skóla.

 

Nemendur tóku þátt í umræðunni og voru hugsi yfir verkunum
— þátttakandi í skólakynningum Mánaðar myndlistar