magga.jpg

Pistill

Margrét H. Blöndal

 
 
 

Pistill

Mig langar til að tala um litina

fá tækifæri til að dvelja í einum,

toga út blæbrigðin,

blanda þeim saman, synda

 

Mig langar til að tala um hlutföllin

mæla mig við umhverfið

verða örvera eða jafnvel tröll

 

Mig langar til að fara þangað sem orð duga skammt

 

Í dag vil ég horfa á strengi

skynja hvernig þeir hljóma – með augunum

 

Hér er hafflötur tvívíður –

(ef ég klýf hann) endalaust dýpi

 

Já, það hefur áhrif á lífsgæði hversdagsins

Margrét H. Blöndal, myndlistarkona