GREINASAFN MÁNAÐAR MYNDLISTAR

 
 
Hildur Björnsdóttir AM.jpg

2018
List og síld

Eftir hildi björnsdóttur

Kannski er digurbarkalegt að kalla smáborgina Reykjavík heimsborg. Hún er í það minnsta ekki stórborg. En í smáborgarlífinu þrífst sannarlega heimsborgarmenning.

 Marshall húsið iðar nú af lífi. Þar sem nú blómstrar myndlist var áður síldarbræðsla – í húsi sem glataði hlutverki sínu þegar síldin hvarf. Vélasalir og illa lyktandi lýsisþrær breyttust í björt og glæslileg húsakynni fyrir myndlist. Hátt er til lofts og vítt til veggja. . .  


Ingi Thor.jpg

2018
Heimsborgarinn okkar, listalífið og íslensku sendiráðin

Eftir Inga thor Jónsson

Ísland starfrækir 26 sendiskrifstofur í 21 ríki, þar af 17 sendiráð, 5 fastanefndir og 4 aðalræðisskrifstofur (sjá nánar á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands).

Undanfarin ár hefur íslenskt listalíf kvatt sér hljóðs víða um heim, enda eigum við einstakt fólk í öllum listgreinum sem hefur bæði heillað heimsbúa og aukið ferðamannastraum til landsins…


42906168_245179939504349_2144984037163270144_n (1).jpg

2018
Drengurinn fengurinn

eftir brynjar jóhannesson

Drengurinn fengurinn er listamaður sem klæðist höfuðpoka með þremur spurningamerkjum í sköpun sinni, hvort sem hún felst í gjörningalist, myndbandsverkum eða í tónlistarsköpun. Á Plan-B Art Festival, sem haldið var á Borgarnesi í ágúst á þessu ári, voru tvö verk eftir Drenginn, annars vegar myndbandsverk og hins vegar gjörningur. Gjörningarkvöld Plan-B fór fram í gripalausu fjósi stutt frá Borgarnesi…


magga.jpg

2018
Pistill

eftir MArgréti h. Blöndal

Mig langar til að tala um litina
fá tækifæri til að dvelja í einum,
toga út blæbrigðin,
blanda þeim saman, synda

 

 
ofeigar.jpg

2017
Spekúlantinn á Degi myndlistar

eftir ófeig sigurðsson

Björn Th Björnsson taldi listina nákvæmustu loftvog þjóðfélagslegra hræringa, þannig að með því banka í glerið mætti lesa af listinni loftþrýstinginn í samfélaginu; sjá ástandið eins og það er í dag og spá fyrir um hvernig það muni verða. Listin spegli uppgang, stöðnun eða hnignun á mjög áþreifanlegan hátt, það sjáist í efnisvali og framsetningu hugmynda, hvort tjáningin sé tilfinningalega yfirspennt eða formlega ofhlaðin, til dæmis hvort gróskan sé horfin og leikgleðin, og aðeins kunnátta og handbragð sitji eftir…

 

 
kata.jpg

2017
hugleiðingar á degi myndlistar

eftir katrínu oddsdóttur

Síðastliðið vor flutti ég erindi á ráðstefnu Sambands íslenskra myndlistamanna. Þar komst ég að þeirri lögfræðilegu niðurstöðu að mannréttindabrot fælist í því að myndlistamönnum væru ekki greidd laun fyrir sína vinnu. Niðurstöðunni fylgdi ég eftir með grein sem birtist í Fréttablaðinu …

 
 

bjarki.jpg

2017*
Mínútur um myndlist

eftir bjarka bragason

Þessi brot eru hlutar af minningum um myndlistarverk sem ég hef séð, öll bara einu sinni og á frekar hraðri yfirferð um sýningar þar sem ég reyndi að ná inn sem mestu á sem skemmstum tíma, á sýningum með hundruðum verka eftir óteljandi listamenn. Samt sem áður hugsa ég um þessi verk daglega…


pawel.jpg

2017
List sem afsprengi bókhalds

eftir pawel Bartoszek

„Ég sé fyrir mér að það sé markaður fyrir svona fimm tölvur,“ á Thomas Watson, forstjóri IBM, að hafa sagt árið 1943. Spádómur þessi reyndist það vondur að hann er eiginlega góður, hann hefur allavega fengið að lifa…

 
 

 
markus.jpg

2016
DAGAR MYNDLISTAR Í OKTÓBER

eftir Markús þór andrésson

Ég var í matarboði um daginn, sem ekki væri í frásögu færandi. Á meðal gesta voru roskin hjón sem hafa lifað og hrærst í hinum alþjóðlega listheimi alla sína tíð. Við vorum þarna nokkrir statistar úr íslensku menningarlífi, eins og gerist og gengur…

 
 

 
 
SIGRUN.jpg

2016
DAGAR MYNDLISTAR

eftir SIGRÚNU INGU HRÓLFSDÓTTUR

Á dögum myndlistar er við hæfi að mæla fram hugleiðingu um fyrirbærið myndlist. Fyrirbæri sem er ekki afmörkuð deild í heiminum, heldu smýgur um alla veruna, okkar huglæga og hlutlæga veruleika og  gerir það þess virði að gefa að honum gaum…